Núna nýlega var ég í viðtali við mbl.is um ferðalagið í húsbílnum og hvernig það tengist mínímalískum lífstíl. Ég er búin að búa í litla húsbílnum í 6 mánuði á þessu ári og það hefur verið alveg yndislegt. Bíllinn er um 13 fermetrar en inniheldur allt sem þarf fyrir 1-2 manneskjur og jafnvel pláss fyrir gæludýrið líka. Það hefur farið mjög vel um okkur Sunnu í bílnum. Núna yfir háveturinn (nóv-jan) búum við Sunna þó í alvöru húsi á norður-Ítalíu og hjálpum húsráðanda að hugsa um stóran hóp af köttum sem hún hefur bjargað héðan og þaðan. Það hefur líka verið viðburðaríkt að vera hér en í janúar á næsta ári er ferðinni heitið til Rómar þar sem við ætlum að koma okkur fyrir í nokkra mánuði á meðan ég næ betri tökum á ítölskunni. Eftir það er framtíðin alveg óráðin en það verða örugglega ný ævintýri á nýju ári.

Ég vinn í því að halda áfram að skrifa ferðasöguna en þangað til geta áhugasamir kíkt á viðtalið við mbl.

Seldi allt og flutti í húsbíl

Comments