Nýtt námskeið um hundaatferli

Núna hefur loksins litið ljós nýja netnámskeiðið mitt um hundaatferli. Á námskeiðinu lærir þú að koma í veg fyrir og takast á við algeng vandamál í hundauppeldi með því að læra um líkamstjáningu hunda, eðlilegt atferli og hvað telst óeðlilegt, muninn á atferli hunda og manna, þroskaskeið hunda, ósjálfráða taugakerfið og margt, margt fleira. Námskeiðið… lesa meira

Fyrsta hjálp fyrir sumarið

Núna nýlega tók ég upp facebook live vídeó og fjallaði aðeins um fyrstu hjálp fyrir hundinn að sumarlagi. Þú getur horft á myndbandið hér fyrir neðan eða lesið textann fyrir neðan myndbandið. Það er gott að vera vel undirbúin fyrir sumarið þar sem ýmislegt getur gerst þegar við erum á ferð og flugi. Fyrst er… lesa meira

Tannheilsa hunda

Sunna fer til tannlæknis Í seinustu viku fór ég með Sunnu mína til tannlæknis hérna úti á Ítalíu og lét hreinsa í henni tennurnar. Mér datt í hug að lesendur mínir hefðu áhuga á að fræðast meira um tannheilsu í hundum og hvernig tannhreinsanir fara fram. Hér er myndasería af Sunnu hjá tannlækninum, í bílnum… lesa meira

Góð ráð til að draga úr stressi hjá hundum

Í síðustu grein fjallaði ég um nokkur merki um streitu hjá hundum. Þá þótti mér tilvalið að hafa næst grein um það hvernig við getum hjálpað hundinum okkar að losna við streitu. Svefn Hundar hafa þörf fyrir mun meiri svefn en fólk. Hvolpar sofa að jafnaði um 18-20 klukkustundir á sólahring og fullorðnir hundar sofa… lesa meira

Streitumerki hjá hundum

Til að geta átt betri samskipti við hundinn okkar er mikilvægt að reyna að skilja þeirra mál, líkamstjáninguna eða það sem við köllum merkjamál. Í þessarri grein langar mig til að fjalla um merkjamál tengt streitu. Mörg atferlisvandamál eiga bakgrunn sinn í kvíða og streitu og það er algengt að eigendur eigi erfitt með að… lesa meira

Að kenna hvolpi eða hundi að ferðast í bíl

Eitt af grunnatriðum hvolpauppeldis á flestum heimilum er að kenna hvolpinum að ferðast í bíl án þess að verða stressaður. Fyrir suma gengur þetta eins og í sögu, hvolpurinn er ánægður með að ferðast með eigandanum og lætur sér vel líka að vera í bílnum. En stundum koma upp vandamál og þá er gott að… lesa meira

Að kenna hvolpi eða hundi að vera einn heima

Mjög margir hundaeigendur lenda í vandræðum vegna þess að hundurinn þolir ekki að vera einn heima. Það getur valdið því að eigandi lendir í vandræðum gagnvart nágrönnum sem kvarta undan gelti og væli í hundinum, auk þess að vera með samviskubit gagnvart hundinum sem augljóslega líður ekki vel að vera einn heima. Sumir hundar sem… lesa meira

Hvernig þú kennir hundinum að vinna fyrir sér

Í þessarri grein ætla ég að fara yfir einföld ráð til að kenna hundinum þínum að virða mörk og líta til þín til að fá fyrirmæli um hvað má og hvað má ekki. Það er mikilvægt fyrir okkur sem eigendur að bjóða hundinum upp á afþreyingu en það er líka mikilvægt fyrir hundinn að skilja… lesa meira

Hvernig læra hundar?

Eitt af því sem er mikilvægt að skilja þegar við viljum þjálfa hundinn okkar er hvernig hundar læra og hvernig þeir hugsa. Hundar tala augljóslega ekki mannamál og skilja ekki orðin sem við notum. Fyrir þeim eru orð bara hljóð en þeir hafa mjög góða heyrn og geta lært að tengja saman ákveðin hljóð við… lesa meira

Að kenna hundinum að ganga fallega í taumi

Eitt af því sem allir hundar þurfa að læra en gengur oft erfiðlega er að ganga fallega í taumi án þess að toga. Heilu bækurnar hafa verið skrifaðar um hvernig við kennum hundinum okkar að ganga í taumi en ég ætla að fara yfir nokkur grunnatriði sem þú þarft að hafa í huga til að… lesa meira

Að kenna hvolpi eða hundi traust innkall

Það er ótrúlega mikilvægt að þjálfa hundinn í að koma alltaf þegar kallað er á hann. Þetta er ein af grunnskipunum sem allir hundar þurfa að kunna en ótrúlega margir eiga í erfiðleikum með að þjálfa þannig að hægt sé að treysta því að hundurinn hlýði alltaf. Öruggt innkall gerir þér kleift að fá hundinn… lesa meira

Samskipti hvolpa við eldri hunda

Það er spennandi fyrir fjölskylduna að fá nýjan hvolp en það vill oft gleymast að það er ekki endilega jafn spennandi fyrir þau dýr sem eru fyrir á heimilinu. Það er ekki hægt að tryggja það að eldri hundinum líki vel við nýja hvolpinn alveg frá upphafi en það er hægt að gera ýmiskonar ráðstafanir… lesa meira

Nokkur góð ráð um leiki og leikföng

Hvolpar hafa gaman að því að leika sér með leikföng en það er alveg óþarfi að ganga berserksgang í gæludýraversluninni og kaupa öll leikföng sem til eru eða að kaupa öll dýrustu leikföngin. Það er heldur ekki sama hvernig leikið er við hvolpinn því leikir eru mikilvægt tól til að fá útrás og til að… lesa meira

Hvað er umhverfisþjálfun?

Þegar hvolpar eru á aldrinum 6-12 vikna eru þeir frá náttúrunnar hendi forvitnari og opnari fyrir nýjungum en á öðrum aldri. Þetta aldursskeið er kallað félagsskeiðið og er mjög mikilvægt í uppeldi hvolpsins. Á þessum aldri væri villihvolpur að hætta sér útur greninu og kynnast umhverfinu með aðstoð móður sinnar og gotsystkina. Þessi hegðun er… lesa meira

Heilráð fyrir gæludýraeigendur um áramótin

  Ekki eru allir sem hlakka til áramótanna og sprengjulátanna sem þeim fylgja. Hundar eru eðlilega almennt ekki hrifnir af þessum hávaða og látum og sumir eru svo helteknir hræðslu að það er til vandræða fyrir alla fjölskyldunna. Það er einstaklingsbundið hvernig hræðslan lýsir sér. Hundar leita vanalega til eigendanna þegar þeir eru hræddir og… lesa meira

8 heilráð fyrir gæludýraeigendur á jólunum

  Nú eru jólin gengin í garð en það er ýmislegt sem ber að varast um jólin á þeim heimilum þar sem einn eða fleiri fjölskyldumeðlimir eru ferfættir og loðnir. Það er oft mikið að gera á neyðarvakt dýralækna um jólin vegna slysa og veikinda. Slysin geta alltaf gerst en margt er hægt að fyrirbyggja með… lesa meira

Að stoppa flaður hjá hvolpum

Margir eru í vandræðum með nýjan hvolp vegna þess að hann vill endalaust vera að flaðra upp um gesti, sérstaklega ef það er einhver sem hann þekkir. Þetta getur verið hvimleitt vandamál þar sem hvolpurinn getur skitið út og jafnvel rifið föt, velt börnum um koll og jafnvel fullorðnum ef um er að ræða mjög… lesa meira

Hjálp, hundurinn minn geltir of mikið!

Ég hef fengið margar fyrirspurnir frá eigendum varðandi gelt í hundum. Algengt vandamál er að hundurinn geltir ef hann heyrir einhver hljóð fyrir utan húsið, ef einhver kemur að dyrunum og á fólk og dýr fyrir utan húsið (sem hann sér út um gluggann). Fyrst þurfum við að átta okkur á því að gelt er… lesa meira

Að ferðast með hundinn sinn

Margir hafa áhuga á að taka hundinn með sér þegar farið er að heiman, hvort sem er í stuttar ferðir innanlands eða jafnvel þegar flytja skal til útlanda. Á Íslandi eru í gildi strangar reglur um sóttvarnir sem þýðir að allir hundar og kettir sem koma til landsins þurfa að vera í einangrun í 28… lesa meira

Hnéskeljalos

Hvað er hnéskeljalos? Hnéskelin situr framan á hnénu og ver hnjáliðinn fyrir hnjaski.  Hnéskelin er bein sem myndast í sin vöðva á framanverðu lærinu.  Vöðvi þessi er fastur með sin við efsta hluta sköflungsbeins að framanverðu og teygir sig upp á lærið.  Þegar vöðvin er krepptur réttist úr fætinum.  Hnéskelin situr í gróf fremst á… lesa meira

Eyrnabólga í hundum

Margir eigendur tengja eyrnabólgu í hundum við sjúkdóm með sama nafni sem er algengur í börnum.  Þetta eru þó ólíkir sjúkdómar og í þessarri grein verður leitast við að skýra hvað felst í eyrnabólgu hjá hundum, hvað getur orsakað hana og hvernig hún er meðhöndluð. Hvað er eyrnabólga í hundum? Hjá börnum stafar eyrnabólga af… lesa meira

Húðvandamál og fæðuofnæmi hjá hundum

Mikið hefur verið rætt og skrifað um fæðuofnæmi hjá hundum, en undirrituð hefur orðið vör við að misskilnings gætir oft varðandi þetta efni og mun ég í þessarri grein reyna að varpa nokkru ljósi á þetta efni. Fæðuofnæmi getur tekið á sig ýmsar myndir, en helstu birtingarmyndir þess eru húðvandamál, meltingarvandamál og í sjaldgæfari tilfellum… lesa meira