Gæludýr hafa margskonar jákvæð áhrif á fólk.

Eitt mikilvægasta hlutverk hunda er að vera ísbrjótar í samskiptum. Þetta þekkja allir sem hafa gengið um með hund, fólk stoppar frekar og spjallar ef þú ert með hund með þér.

Fötluð börn og einhverf eiga oft auðveldara með að tjá sig í gegnum dýr en beint við aðra manneskju.

Ennfremur hefur líka verið sýnt fram á að blóðþrýstingur lækkar og gæludýraeigendur verða síður þunglyndir en þeir sem eiga ekki gæludýr. Gæludýraeigendur jafna sig betur á andlegum áföllum en þeir sem ekki eiga dýr.

Síðast en ekki síst má nefna allskonar hjálparhunda, til dæmis blindrahunda.

Það er því ekki að ástæðulausu að hundurinn er kallaður besti vinur mannsins!

Comments