Hvolpahandbókin hjálpar þér:

-að ala upp ljúfan félaga

-að forðast atferlisvandamál

-að skilja þarfir hvolpsins

Hvolpahandbókin er handhægt uppflettirit fyrir alla hvolpaeigendur sem og eigendur eldri hunda. Í bókinni er farið yfir flest það sem þarf að vita um hvolpinn, allt frá því hvernig velja skal hentugan félaga þar til kemur að því að þjálfa hann. Meðal annars er fjallað um við hverju má búast fyrstu sólahringana á nýja heimilinu, þroskaferli og heilsufar hvolpsins, algenga heilsufarskvilla og viðbrögð við slysum og sjúkdómum. Stuttlega er farið yfir grunnatriði í þjálfun hvolpsins og algeng hegðunarvandamál eins og nag og flaður.

 

Lengi býr að fyrstu gerð og er mikilvægt að vanda til verka strax í upphafi. Fyrstu skrefin skipta sköpum við að móta hund sem er í andlegu jafnvægi, hlýðinn og laus við atferlisvandamál.

 

Hvolpahandbókin uppfyllir þörf eiganda um aðgengilegt fræðsluefni á íslensku.

  • Hvernig á að velja rétta hvolpinn
  • Fyrstu sólahringarnir á nýju heimili
  • Þroskaskeið hvolpsins
  • Algeng vandamál varðandi hegðun hvolpa
  • Að gera hvolpinn húshreinan
  • Upplýsingar um bólusetningar og ormahreinsanir
  • Almennt um heilsufar, umfjöllun um algenga sjúkdóma og fyrsta hjálp
  • Grunnþjálfun í hlýðni
  • …og margt fleira

Hreinskilni er fyrsta orðið sem kemur í huga við lestur þessarar bókar. Hún er skrifuð af mikilli natni og kærleika í garð bæði eiganda en ekki síður hunda. Með þessa bók sér við hlið geta nýjir hundaeigendur gengið styrkum fótum í átt að bjartri framtíð með fjórfætta félaganum.

-Hunda Hanna

 

Hvolpahandbókin kom út árið 2011 og stendur enn fyrir sínu. Innifalið í verðinu er sendingarkostnaður innanlands á Íslandi.

Verð 

28 $

(um 3490 íslenskar)

Athugið að bókin er send heim að dyrum og innifallið í verðinu er sendingarkostnaður innanlands!

Til að panta Hvolpahandbókina smellir þú á hnappinn hér fyrir neðan og bókin verður svo send til þín.