Er hundurinn þinn hræddur við að vera einn heima?

Ertu í vandræðum með að hundurinn geltir, nagar hluti og krafsar í hurðina þegar þú ferð að heiman?

Þá getur verið að hundurinn þinn sé með aðskilnaðarkvíða.

Ég býð upp á netnámskeið til að hjálpa hundaeigendum sem glíma við aðskilnaðarkvíða í hundinum sínum.

Netnámskeið á eigin hraða.

Þetta námskeið hentar þeim sem vilja vinna sjálfstætt í vandanum en fá faglegar ráðleggingar. Námskeiðið er á netinu og þú getur hvenær sem er skoðað námsefnið.

Námskeiðið samanstendur af þremur kennslustundum þar sem fjallað er um ástæður og einkenni aðskilnaðarkvíða, meðhöndlun við vægum tilfellum og meðhöndlun við erfiðari tilfellum.

Að auki færð þú hljóðupptöku af öllum kennslustundunum sem þú getur hlustað á í tölvu eða síma, afrit af glærum úr kennslustundum og bækling um aðskilnaðarkvíða og meðferð við honum.

Það eru engin tímatakmörk á því hversu lengi þú hefur aðgang að námsefninu, þegar þú ert búin/n að kaupa námskeiðið þá hefur þú aðgang að því það sem eftir er.

Ef þú telur að námsefnið gagnist þér ekki hefur þú 30 daga til að hætta við kaupin og fara fram á endurgreiðslu.

Smelltu hér til að kaupa netnámskeiðið