Vörur og þjónusta

Einkaviðtal

Ert þú í vandræðum með hegðun hjá hundinum eða kettinum þínum? Vantar þig aðstoð til að leysa úr leiðindavanda sem hefur áhrif á velferð dýrsins og samskipti þín við dýrið og jafnvel fjölskyldumeðlimi og annað fólk?

Ég býð upp á einkatíma í gegnum netið þar sem þú færð sérhæfða aðstoð sem hentar fyrir þig og þitt dýr. Einkaviðtal samanstendur af tveimur tímum, fyrst lengra upphafsviðtal og svo styttra eftirfylgniviðtal mánuði síðar. Með einkaviðtalinu fylgir líka ókeypis mánuður í einkaklúbbnum fyrir hundaeigendur þar sem þú hefur aðgang að ýmsu kennsluefni sem ég hef búið til og mánaðarlegum hóptíma þar sem félagar geta spurt mig spurninga um hvað sem er varðandi heilsu, þjálfun og atferli.

Einkaviðtal kostar 197$

Smelltu hér til að bóka viðtal

Námskeið um gelt

Hefurðu einhverntíman farið hjá þér vegna þess að hundurinn þinn geltir svo mikið? Geltir hann á póstburðarfólk, gesti, fólk eða dýr sem labbar framhjá húsinu eða kannski á aðra hunda í gönguferðinni?

Könnun meðal íslenskra hundaeigenda hefur sýnt að rúmlega helmingur hundaeigenda er í vandræðum með að hundurinn geltir of mikið.

Á þessu netnámskeiði fer ég yfir ástæður þess að hundar gelta og leiðir til að draga úr gelti hjá hundum. Gelt er eðlileg hundahegðun en það er hægt að læra að stjórna hvenær og hversu mikið hundurinn geltir. Námskeiðið er alfarið á netinu og þú getur byrjað að horfa um leið og þú hefur keypt námskeiðið. Hægt er að horfa á námskeiðið í tölvu, spjaldtölvu og farsíma.

Smelltu hér til að kaupa geltnámskeið

Hvolpahandbókin

Hvolpahandbókin er handhægt uppflettirit fyrir alla hvolpaeigendur sem og eigendur eldri hunda. Í bókinni er farið yfir flest það sem þarf að vita um hvolpinn, allt frá því hvernig velja skal hentugan félaga þar til kemur að því að þjálfa hann. Meðal annars er fjallað um við hverju má búast fyrstu sólahringana á nýja heimilinu, þroskaferli og heilsufar hvolpsins, algenga heilsufarskvilla og viðbrögð við slysum og sjúkdómum. Stuttlega er farið yfir grunnatriði í þjálfun hvolpsins og algeng hegðunarvandamál eins og nag og flaður.

Lengi býr að fyrstu gerð og er mikilvægt að vanda til verka strax í upphafi. Fyrstu skrefin skipta sköpum við að móta hund sem er í andlegu jafnvægi, hlýðinn og laus við atferlisvandamál. Hvolpahandbókin uppfyllir þörf eiganda um aðgengilegt fræðsluefni á íslensku.

Ég hef ákveðið að gefa þau eintök sem eftir eru af Hvolpahandbókinni! Það eina sem þú þarft að borga er 10$ sendingarkostnaður.

Smelltu hér til að fá eintak